Fréttir

Ísland styrkir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna með þriggja ára samkomulagi um stuðning við flóttamenn - 22.3.2017

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur birt á íslensku fréttatilkynningu sem stofnunin sendi frá sér fyrr í mánuðinum eftir að skrifað var undir þriggja ára samkomulag milli UNHCR og íslenskra stjórnvalda. Fréttatilkynningin er hér í heild sinni: Lesa meira

Fimmtíu milljónir árlega til Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna - 21.3.2017

Utanríkisráðuneytið, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, mun greiða 50 milljónir króna árlega til Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (CERF) samkvæmt nýjum þriggja ára samningi sem skrifað var undir í New York í gær. Einar Gunnarsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og Stephen O'Brien framkvæmdastjóri CERF skrifuðu undir samninginn sem gildir fyrir árin 2017 til 2019.

Lesa meira

Sjávarútvegsskólinn útskrifar í nítjánda sinn - 13.3.2017

Í dag útskrifaðist 19. árgangur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna eftir sex mánaða nám á Íslandi. Markmið skólans er að aðstoða þróunarríki við að móta og hrinda í framkvæmd stefnu sinni um þróun á sjálfbærri nýtingu auðlinda sjávar og vatna.

Lesa meira

Endurnýjaður samningur við Landsnefnd UNICEF á Íslandi - 9.3.2017

Utanríkisráðuneytið og Landsnefnd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) endurnýjuðu í dag samstarfssamning til næstu þriggja ára. Skrifað var undir samninginn í heimsókn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra til Miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna að Laugavegi 176 í Reykjavík en þar eru til húsa Landsnefndir UNICEF og UN Women, auk Félags Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira