Fréttir

Árangur, gagnsæi og ábyrgð einkenna íslenska þróunarsamvinnu - 19.6.2017

Niðurstöður fyrstu jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar á íslenskri þróunarsamvinnu eru góður vitnisburður um framlag Íslands í málaflokknum. Í skýrslunni, sem kynnt var í dag, kemur fram að fyrirkomulag, aðferðir og stefnumið í þróunarsamvinnu Íslands séu til þess fallin að leiða til framfara í samstarfslöndum. Þetta  hámarki áhrif samvinnunnar auk þess sem árangur, gagnsæi og ábyrgð einkenni starfið.

Lesa meira

Jafningjarýni DAC um Ísland kynnt samtímis á mánudag í París og Reykjavík - 14.6.2017

Næstkomandi mánudag, 19. júní, verða birtar á sama tíma í París og á Íslandi, niðurstöður fyrstu jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD-DAC) á alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. 

Lesa meira

Eitt hundrað milljónum króna úthlutað til þriggja borgarasamtaka vegna mannúðarverkefna - 9.6.2017

Utanríkisráðuneytið hefur úthlutað ríflega 100 milljónum kr. til þriggja íslenskra borgarasamtaka til mannúðaraðstoðar. Ráðuneytið auglýsti í mars eftir styrkumsóknum og var umsóknarfresturinn til 15. apríl.  Alls bárust þrettán styrkumsóknir frá fjórum borgarasamtökum að heildarupphæð ríflega 270 milljónum króna. 

Lesa meira

Fundur með framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar - 31.5.2017

María Erla Marelsdóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu og Högni S. Kristjánsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf áttu í dag fund með frú Arancha Gonzáles Laya, framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar (International Trade Centre, ITC) í Genf.

Lesa meira