Fréttir

Námskeiðaröð fyrir íslensk borgarasamtök - 12.10.2017

Athygli er vakin á námskeiðaröð sem utanríkisráðuneytið stendur fyrir í vetur fyrir íslensk borgarasamtök í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.

Lesa meira

Góður árangur og mikil námsgæði niðurstaða úttektar á skólum Háskóla Sameinuðu þjóðanna - 11.10.2017

Fjórir skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi hafa náð góðum árangri og sýnt fram á mikil námsgæði, samkvæmt nýrri óháðri úttekt á árangri skólanna. Um er að ræða fyrstu óháðu úttektina sem fram fer á árangri skólanna og jafnframt umfangsmestu úttekt sem framkvæmd hefur verið í tengslum við alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Úttektin var unnin af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu NIRAS fyrir utanríkisráðuneytið.

Lesa meira

Fimm umsóknir íslenskra borgarasamtaka um þróunarsamvinnuverkefni samþykktar - 27.9.2017

Fimm umsóknir íslenskra borgarasamtaka um styrki til þróunarsamvinnuverkefna hafa verið samþykktar í utanríkisráðuneytinu. Fjárhæð þeirra nemur 175 milljónum króna, þar af koma 56 milljónir til ráðstöfunar á þessu ári.

Lesa meira

Nemendafjöldi Landgræðsluskólans kominn yfir eitt hundrað - 20.9.2017

Fjórtán nemar útskrifuðust frá Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku eftir sex mánaða nám á Íslandi. Heildarfjöldi nemenda skólans frá upphafi er nú kominn yfir eitt hundrað en skólinn hóf starfsemi árið 2007. Að þessu sinni útskrifuðust nemendur frá átta þjóðríkjum, flestir frá Gana og Mongólíu, þrír frá hvoru landi, tveir frá bæði Úganda og Lesótó, og einn frá Malaví, Eþíópíu, Níger og Úsbekistan, alls tíu karlar og fjórar konur.

Lesa meira