Fréttir

Allt að 70 milljónir til mannúðarverkefna borgarasamtaka - 5.3.2018

Ákveðið hefur verið að veita allt að 70 milljónum króna til mannúðarverkefna borgarasamtaka. Þar af mun ráðuneytið veita allt að 42,5 milljónum króna til annarra verkefna en þeirra sem bregðast við neyð fólks vegna ástandsins í Sýrlandi. Utanríkisráðuneytið óskar eftir styrkumsóknum frá íslenskum borgarasamtökum vegna þessara mannúðarverkefna. Umsóknir skal senda á netfangið borgarasamtok.styrkir@mfa.is fyrir kl. 23:59 fimmtudaginn 5. apríl næstkomandi. Lesa meira

Vel heppnuð vinnustofa um viðskipti í þróunarlöndum - 22.2.2018

Utanríkisráðuneytið og Íslandsstofa stóðu í dag fyrir vel heppnaðri vinnustofu um viðskipti í þróunarlöndum og þátttöku atvinnulífs í þróunarsamvinnu. Að sögn Davíðs Bjarnasonar, deildarstjóra atvinnulífs og svæðasamstarfs á þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, var vinnustofan meðal annars hugsuð til að stofna til aukins samtals við atvinnulífið um það hvernig örva megi þátttöku þess í þróunarsamvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar, uppbyggingar og atvinnusköpunar í þróunarlöndum

Lesa meira

Mikill áhugi á samstarfi við Alþjóðabankann á sviði fiskimála - 13.2.2018

Í dag fór fram í utanríkisráðuneytinu vel sóttur kynningarfundur og samtal við aðila atvinnulífsins um ráðgjafaverkefni á sviði fiskimála í samstarfi við Alþjóðabankann. Xavier Vincent  leiðandi sérfræðingur á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins hjá Alþjóðabankanum kynnti fiskiverkefni Alþjóðabankans og þörf bankans fyrir sérhæfða ráðgjöf. 

Lesa meira

Ísland styrkir stoðir stofnana SÞ með kjarnaframlögum - 7.2.2018

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra átti í vikunni fundi með framkvæmdastjórum þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem íslensk stjórnvöld eru í samstarfi við, þ.e. Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Hann undirritaði rammasamning um áframhaldandi stuðning við UNFPA og UNRWA en rammasamningur við UNICEF er nú þegar í gildi.

Lesa meira