Fréttir

Tilkynning um styrki til íslenskra borgarasamtaka vegna fræðslu og kynningar um þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð - 21.2.2017

Utanríkisráðuneytið vekur athygli á því að umsóknarfrestur fyrir styrkumsóknir frá íslenskum borgarasamtökum vegna fræðslu- og kynningarverkefna um þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð er til og með 15. mars 2017.

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir á viðbragðslista Friðargæslunnar - 2.2.2017

Opið er fyrir umsóknir á viðbragðslista Íslensku friðargæslunnar allan febrúarmánuð. Opið er fyrir umsóknir á listann tvisvar á ári, í febrúar og september. Athygli er vakin á því að þeir sem samþykktir eru á viðbragðslistann þurfa að staðfesta áframhaldandi skráningu árlega. Að öðrum kosti fellur skráningin úr gildi.

Lesa meira

Tæplega 100 styrkir á fimm árum til íslenskra borgarasamtaka - fjárhæðin tæplega 1,3 milljarður - 11.1.2017

Utanríkisráðuneytið hefur veitt tæplega hundrað styrki til þrettán íslenskra borgarasamtaka á síðustu fimm árum, 2012 til 2016. Heildarupphæð styrkjanna nemur tæplega 1,3 milljarði króna. Meirihluta styrkjanna var ráðstafað til verkefna í Afríku en viðtökuríkin voru alls 29 talsins.

Lesa meira

Tæplega 800 milljónum varið til mannúðaraðstoðar árið 2016 - 4.1.2017

Á árinu 2016 námu heildarframlög Íslands til mannúðaraðstoðar um 770 milljónum króna. Þar af voru 500 milljónir króna af sérstöku framlagi sem samþykkt var í ríkisstjórn haustið 2015 og síðar í fjárlögum á Alþingi 2016 um að verja allt að einum milljarði króna til að bregðast við vaxandi vanda í málefnum flóttamanna í kjölfar átakanna í Sýrlandi. Framlögin til mannúðaraðstoðar skiptast á milli borgarasamtaka, 175 milljónir króna og alþjóðastofnana, 595 milljónir króna.

Lesa meira