Fréttir

Ert þú með græna hugmynd? - 7.7.2017

Norræni loftslagssjóðurinn (e. Nordic Climate Facility) leitar eftir hugmyndum að grænum lausnum sem draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Útvaldar hugmyndir gætu átt kost á fjármögnun fyrir allt að 500.000 evrur. Þess er þó krafist að fyrirtækin geti komið að sameiginlegri fjármögnun verkefna.

Lesa meira

Áhrif loftslagsbreytinga á fæðuöryggi og hafið ræddar á aðalfundi FAO í Róm - 6.7.2017

Áhrif loftslagsbreytinga á fæðuöryggi mannkyns er meginþema aðalfundar Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), sem fram fer í vikunni i Róm. Í ávarpi fyrir Íslands hönd gerði Guðni Bragason sendifulltrúi málefni hafsins að meginefni og áhrif loftslagsbreytinga á lífríki og nýtingu lifandi auðlinda þess.

Lesa meira

Árangur, gagnsæi og ábyrgð einkenna íslenska þróunarsamvinnu - 19.6.2017

Niðurstöður fyrstu jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar á íslenskri þróunarsamvinnu eru góður vitnisburður um framlag Íslands í málaflokknum. Í skýrslunni, sem kynnt var í dag, kemur fram að fyrirkomulag, aðferðir og stefnumið í þróunarsamvinnu Íslands séu til þess fallin að leiða til framfara í samstarfslöndum. Þetta  hámarki áhrif samvinnunnar auk þess sem árangur, gagnsæi og ábyrgð einkenni starfið.

Lesa meira

Jafningjarýni DAC um Ísland kynnt samtímis á mánudag í París og Reykjavík - 14.6.2017

Næstkomandi mánudag, 19. júní, verða birtar á sama tíma í París og á Íslandi, niðurstöður fyrstu jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD-DAC) á alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. 

Lesa meira