Fréttir

Nýtt samstarfsverkefni í Mósambík með UN Women - 21.4.2017

Sendiráð Íslands í Mapútó hefur skrifaði undir samstarfssamning við UN Women í Mósambík. Að sögn Vilhjálms Wiium forstöðumanns sendiráðsins beinist samstarfið að því að aðstoða mósambísk stjórnvöld við framkvæmd fyrstu aðgerðaáætlunar sinnar til að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. 

Lesa meira

Álfabikarinn nýr - og svolítið skrýtinn - en fellur undir jákvæða þróun - 18.4.2017

Í héraðsþróunarsamstarfi Íslands og Buikwe héraðs er leitast við að innleiða lausnir og nýjungar samhliða hefðbundnum "stórum verkþáttum" eins og byggingum, kennaraþjálfun og vatnsmálum.  Eitt þessara verkefna snýr að kynheilbrigði og aðstoð við unglingsstúlkur að stjórna blæðingum, sem er eilíft vandamál hjá fátækum stúlkum.  

Lesa meira

Stuðningur við UNRWA og Líbanonsjóð SÞ - 6.4.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í gær tvíhliða fundi með Pierre Krähenbühl, framkvæmdastjóra Flóttamannastofnunar SÞ fyrir Palestínuflóttamenn (UNRWA), og Philippe Lazzarini, yfirmanni mannúðarmála SÞ í Líbanon.

Lesa meira

Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt á Íslandi - 27.3.2017

Þrátt fyrir að lífskjör hafi almennt batnað síðustu ár hefur sú þróun ekki verið jöfn og einstaklingar, hópar og heil samfélög hafa orðið útundan. Brýn þörf er á vitundarvakningu um hvað veldur jaðarsetningu svo hægt sé að leiðrétta þá kerfisbundnu mismunun sem á sér stað. Skortur á umburðarlyndi í samfélögum og aukin eigna- og valdatengsl ákveðinna hópa koma í veg fyrir bætt lífskjör jaðarsettra hópa. Loftslagsbreytingar, ójöfnuður, farsóttir, fólksflutningar, átök og ofbeldi eru helstu áskoranir samtímans.

Lesa meira