Fréttir

16.3.2015 : Stuðningur Íslendinga stuðlar að meiri lífsgæðum og þroska barna

„Það er stuðningi  Íslands að þakka að við munum geta þróað bæði arðbært og sjálfbært líkan til að auka aðgengi fólks í dreifbýli að vatni og bættri salernisaðstöðu. Jafnramt eykst geta skipulags- og byggðarsviðs bæði í fylkinu og héruðum til að sinna málaflokknum. Börnin í Zambézíu þurfa svo sannarlega á þessum stuðningi að halda. Hann mun stuðla að auknum lífsgæðum og þroska þeirra,“ sagði Konenraad Vanormelingen hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í Mósambík við undirskrift samstarfssamnings við Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Lesa meira

26.2.2015 : Hlustað eftir röddum heimamanna og árangur metinn í lok tíu ára samstarfs

Innri rýni á héraðsþróunarverkefni ÞSSÍ í Kalangalahéraði á Viktoríuvatni í Úganda er hafin. Í lok þessa árs lýkur verkefninu formlega eftir tíu ára samstarf við héraðsstjórnina, en nú er ætlunin að vega og meta hvernig best megi tryggja þann árangur sem náðst hefur meðan ÞSSÍ og héraðsstjórn undirbúa samstarfslok.

Lesa meira

Fleiri fréttir