Fréttir

15.1.2015 : Uppbygging nauðsynlegrar þekkingar á jarðhitamálum í Eþíópíu

Í byrjun vikunnar hófst í Eþíópíu námskeið í jarðhitaborunum, skipulagt af Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi, með aðkomu sérfræðinga frá ÍSOR og Mannviti. Alls nær þjálfunin til rúmlega þrjátíu innlendra sérfræðinga. Hún fer fram bæði í skólastofu og í tengslum við borverk

Lesa meira

3.12.2014 : Samstarfsverkefni með UNICEF í Mósambík

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur tekið upp samstarf við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í Mósambík um þriggja ára víðtækt verkefni í einu fátækasta fylki landsins, Zambezíu. Verkefnið lýtur að umbótum varðandi vatns- og salernisaðstöðu auk fræðslu um hreinlætisvenjur. Á verkefnistímanum er ætlunin að koma upp viðunandi salernisaðstöðu fyrir 300 þúsund íbúa í héraðinu, bæta aðgengi 48 þúsunda að hreinu vatni og sjá til þess að 40 skólar með 14 þúsund nemendur fái hreint vatn og salernisaðstöðu.

Lesa meira

Fleiri fréttir