Fréttir

5.3.2018 : Allt að 70 milljónir til mannúðarverkefna borgarasamtaka

Ákveðið hefur verið að veita allt að 70 milljónum króna til mannúðarverkefna borgarasamtaka. Þar af mun ráðuneytið veita allt að 42,5 milljónum króna til annarra verkefna en þeirra sem bregðast við neyð fólks vegna ástandsins í Sýrlandi. Utanríkisráðuneytið óskar eftir styrkumsóknum frá íslenskum borgarasamtökum vegna þessara mannúðarverkefna. Umsóknir skal senda á netfangið borgarasamtok.styrkir@mfa.is fyrir kl. 23:59 fimmtudaginn 5. apríl næstkomandi. Lesa meira

22.2.2018 : Vel heppnuð vinnustofa um viðskipti í þróunarlöndum

Utanríkisráðuneytið og Íslandsstofa stóðu í dag fyrir vel heppnaðri vinnustofu um viðskipti í þróunarlöndum og þátttöku atvinnulífs í þróunarsamvinnu. Að sögn Davíðs Bjarnasonar, deildarstjóra atvinnulífs og svæðasamstarfs á þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, var vinnustofan meðal annars hugsuð til að stofna til aukins samtals við atvinnulífið um það hvernig örva megi þátttöku þess í þróunarsamvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar, uppbyggingar og atvinnusköpunar í þróunarlöndum

Lesa meira

Fleiri fréttir