Fréttir

22.10.2014 : Aðferðir Íslendinga vekja athygli stórþjóða

Bandaríkjamenn og Þjóðverjar hafa leitað upplýsinga hjá umdæmisskrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar í Malaví um verklag Íslendinga í stuðningi við eitt tiltekið hérað í landinu, Mangochi. Svonefnd héraðsnálgun, sú aðferð að gera samning við héraðsstjórn um ákveðnar umbætur á grunnþjónustu á sveitastjórnarstigi og fela heimamönnum ábyrgð á fjármálastjórn og verkefnum, vekur athygli stórþjóða sem verja gífurlegum fjármunum til þróunarsamvinnu.

Lesa meira

9.10.2014 : Baráttuhátíðin í Hörpu og stórtónleikar á föstudag

Baráttuhátíð í Hörpu á þriðjudag undir merkjum kynningarátaksins Sterkar stelpur – sterk samfélög var ungu fólki uppljómun og sannkölluð vitundarvakning að sögn kennara sem komu með nemendur sína í Silfurberg. Alls mættu um 850 ungmenni á baráttuhátíðina en hún er hluti af yfirstandandi kynningarviku frjálsra félagasamtaka í alþjóðastarfi og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands undir yfirheitinu: Þróunarsamvinna ber ávöxt.

Lesa meira

Fleiri fréttir