Fréttir

24.5.2017 : Átján nemendur útskrifast frá Jafnréttisskólanum - fjölmennasti hópurinn frá upphafi

Í gær útskrifuðust átján nemendur með diplómagráðu í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þetta er fjölmennasti hópur nemenda sem skólinn útskrifar. Nemendurnir komu frá 12 löndum, Afganistan, Eþíópíu, Írak, Jamaíka, Líbanon, Malaví, Mósambík, Nígeríu, Palestínu, Sómalíu, Túnis og Úganda. Á þeim níu árum sem Jafnréttisskólinn hefur starfað hefur hann útskrifað 86 nemendur.

Lesa meira

24.5.2017 : Sérþekking Íslendinga og samvinna við einkafyrirtæki og atvinnulíf

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra leggur áherslu á tvennt í  þróunarsamvinnu. "Annars vegar að við vinnum á þeim vettvangi þar sem við höfum meira og betra fram að færa en aðrir. Þannig nýtist sérþekking Íslendinga best í aðstoð og samvinnu við þróunarríkin. Á þetta einkum við um sérþekkingu í fiskveiðum og sjávarútvegi annars vegar og nýtingu jarðvarma hins vegar. Þegar er komin góð reynsla á starf okkar á þessum sviðum í þróunarlöndunum sem hvetur okkur til dáða frekar. Munum við starfa að þessu ýmist tvíhliða með samstarfsríkjum og í samvinnu við viðkomandi fjölþjóðastofnanir, eins og Matvæla- og landbúnaðarstofnunina og Alþjóðabankann. Hins vegar er mikil þörf á því að skoða alla möguleika á samvinnu við einkafyrirtæki og atvinnulífið um þróunarverkefni þar sem það er hægt, auk áframhaldandi góðrar samvinnu við frjáls félagasamtök."

Lesa meira

Fleiri fréttir