Fréttir

15.7.2016 : Ráðið í starfsnemastöður í samstarfslöndum Íslands

Þrír háskólanemar hafa verið ráðnir í starfsnemastöður í samstarfslöndum Íslendinga í tvíhliða þróunarsamvinnu. Á fjórða tug umsókna bárust um stöðurnar en um er að ræða fjögurra mánaða starfstíma í sendiráðum Íslands í Malaví, Mósambík og Úganda, frá 15. ágúst til 15. desember. Umsóknir voru metnar út frá óskum um menntun og reynslu sem fram komu í auglýsingu um starfsnámið. 

Lesa meira

1.7.2016 : Fimmtán nemendur útskrifaðir úr Jafnréttisskólanum

„Aukið jafnrétti og valdefling kvenna eru meðal grundvallarþátta við að skapa hagsæld og réttlátt samfélag. Niðurstöður rannsókna Alþjóðabankans sýna að fátækt er meiri meðal þjóða þar sem kynjajafnrétti á langt í land og þær þjóðir eru ofar á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna sem hafa náð meiri árangri í jafnrétti kynjanna,“ sagði Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins þegar hann ávarpaði útskriftarhóp Alþjóðlega jafnréttisskólans (UNU-GEST). Fimmtán nemendur útskrifuðust með diplómagráðu í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá skólanum en þeir hafa stundað nám við skólann frá ársbyrjun. Nemendurnir koma að þessu sinni frá sex löndum, Malaví, Mósambík, Úganda, Palestínu, Gana og Suður Afríku.

Lesa meira

Fleiri fréttir