Fréttir

27.12.2017 : Nýjungar í Mangochi verkefninu

Ýmsar nýjungar og nýjar áherslur er að finna í nýju fjögurra ára héraðsþróunarverkefni sem íslensk og malavísk stjórnvöld hafa hleypt af stokkunum í Mangochi héraði í Malaví þótt í megindráttum sé samstarfið á sömu sviðum og undanfarin fimm ár, þ.e. í lýðheilsu, menntun, vatns- og salernismálum auk stuðnings við stjórnsýsluna sjálfa heima í héraði.  Að sögn Lilju Dóru Kolbeinsdóttur verkefnastjóra er verkefnaskjalið að mestu byggt á óskum og hugmyndum heimamanna í Mangochi.

Lesa meira

21.12.2017 : Utanríkisráðuneytið veitir 75 milljónir til mannúðaraðstoðar á þremur neyðarsvæðum

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita rúmar 75 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Jemen, Kongó og Palestínu. Þrjár stofnanir Sameinuðu þjóðanna koma til með að ráðstafa framlaginu frá Íslandi.

Lesa meira

Fleiri fréttir