Fréttir

3.12.2014 : Samstarfsverkefni með UNICEF í Mósambík

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur tekið upp samstarf við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í Mósambík um þriggja ára víðtækt verkefni í einu fátækasta fylki landsins, Zambezíu. Verkefnið lýtur að umbótum varðandi vatns- og salernisaðstöðu auk fræðslu um hreinlætisvenjur. Á verkefnistímanum er ætlunin að koma upp viðunandi salernisaðstöðu fyrir 300 þúsund íbúa í héraðinu, bæta aðgengi 48 þúsunda að hreinu vatni og sjá til þess að 40 skólar með 14 þúsund nemendur fái hreint vatn og salernisaðstöðu.

Lesa meira

21.11.2014 : Miklar væntingar um jarðhita í Austur Afríku

Miklar væntingar eru til jarðhita í Austur Afríku en að sögn Davíðs Bjarnasonar verkefnastjóra svæðaverkefna hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands er ljóst að meiri jarðvarma er að finna í austari sigdalnum, sem liggur í gegnum Erítreu, Djíbútí, Eþíópíu og Kenía, heldur en í hinum vestari, þar sem frekar er búist við lághita. 

Lesa meira

Fleiri fréttir