Fréttir

11.1.2017 : Tæplega 100 styrkir á fimm árum til íslenskra borgarasamtaka - fjárhæðin tæplega 1,3 milljarður

Utanríkisráðuneytið hefur veitt tæplega hundrað styrki til þrettán íslenskra borgarasamtaka á síðustu fimm árum, 2012 til 2016. Heildarupphæð styrkjanna nemur tæplega 1,3 milljarði króna. Meirihluta styrkjanna var ráðstafað til verkefna í Afríku en viðtökuríkin voru alls 29 talsins.

Lesa meira

4.1.2017 : Tæplega 800 milljónum varið til mannúðaraðstoðar árið 2016

Á árinu 2016 námu heildarframlög Íslands til mannúðaraðstoðar um 770 milljónum króna. Þar af voru 500 milljónir króna af sérstöku framlagi sem samþykkt var í ríkisstjórn haustið 2015 og síðar í fjárlögum á Alþingi 2016 um að verja allt að einum milljarði króna til að bregðast við vaxandi vanda í málefnum flóttamanna í kjölfar átakanna í Sýrlandi. Framlögin til mannúðaraðstoðar skiptast á milli borgarasamtaka, 175 milljónir króna og alþjóðastofnana, 595 milljónir króna.

Lesa meira

Fleiri fréttir