Fréttir

20.9.2017 : Nemendafjöldi Landgræðsluskólans kominn yfir eitt hundrað

Fjórtán nemar útskrifuðust frá Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku eftir sex mánaða nám á Íslandi. Heildarfjöldi nemenda skólans frá upphafi er nú kominn yfir eitt hundrað en skólinn hóf starfsemi árið 2007. Að þessu sinni útskrifuðust nemendur frá átta þjóðríkjum, flestir frá Gana og Mongólíu, þrír frá hvoru landi, tveir frá bæði Úganda og Lesótó, og einn frá Malaví, Eþíópíu, Níger og Úsbekistan, alls tíu karlar og fjórar konur.

Lesa meira

18.9.2017 : Tíu milljónir vegna Irmu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra veitti á dögunum rúmum 10 milljónum króna til neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (Central Emergency Response Fund, CERF) vegna skelfilegra afleiðinga fellibylsins Irmu sem gekk yfir eyjar Karíbahafsins fyrr í mánuðinum.

Lesa meira

Fleiri fréttir