Fréttir

16.4.2015 : Jarðhitaleit í Erítreu í samstarfi við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna

Í síðasta mánuði hófst framkvæmd við jarðhitaleit á Alid svæðinu í Erítreu. Verkefninu er stýrt af Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNEP, í samvinnu við stjórnvöld í Erítreu með sameiginlegri fjármögnun UNEP og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ. 

Lesa meira

13.4.2015 : Margs konar ávinningur á tíu árum í Kalangala

Innri rýni á héraðsþróunarverkefni ÞSSÍ á Kalangalaeyjaklasanum á Viktoríuvatni í Úganda bendir til að margs konar ávinningur hafi náðst á 10 árum.  Ákveðið var að fá óháðan ráðgjafa til að rýna verkefnið nú þegar líður að lokum þess, í samvinnu við ÞSSÍ.  Tilgangurinn er að fá nákvæmt stöðumat og verður rýniskýrslan höfð til hliðsjónar þegar ákveðið verður hvernig dregið verður smám saman úr stuðningi við héraðið en haft að leiðarljósi að festa í sessi þann ávinning sem náðst hefur.

Lesa meira

Fleiri fréttir