Fréttir

23.8.2016 : Mikill árangur af skólamáltíðarverkefni Matvælaáætlunar SÞ og Íslendinga í Malaví

Verulega hefur dregið úr brottfalli og fjarvistum nemenda í skólum þar sem heimaræktaðar skólamáltíðir eru í boði fyrir börnin, segir í nýrri skýrslu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er um samstarf við alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands (ICEIDA) í Malaví. Alls voru 312 þúsund máltíðir í boði á vegum WFP og ICEIDA í þremur skólum í Mangochi héraði á síðasta skólaári. Það er 41% aukning milli ára og skýrist af betri mætingu nemenda og fækkun barna sem hverfa frá námi.

Lesa meira

15.7.2016 : Ráðið í starfsnemastöður í samstarfslöndum Íslands

Þrír háskólanemar hafa verið ráðnir í starfsnemastöður í samstarfslöndum Íslendinga í tvíhliða þróunarsamvinnu. Á fjórða tug umsókna bárust um stöðurnar en um er að ræða fjögurra mánaða starfstíma í sendiráðum Íslands í Malaví, Mósambík og Úganda, frá 15. ágúst til 15. desember. Umsóknir voru metnar út frá óskum um menntun og reynslu sem fram komu í auglýsingu um starfsnámið. 

Lesa meira

Fleiri fréttir