Fréttir

13.2.2018 : Mikill áhugi á samstarfi við Alþjóðabankann á sviði fiskimála

Í dag fór fram í utanríkisráðuneytinu vel sóttur kynningarfundur og samtal við aðila atvinnulífsins um ráðgjafaverkefni á sviði fiskimála í samstarfi við Alþjóðabankann. Xavier Vincent  leiðandi sérfræðingur á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins hjá Alþjóðabankanum kynnti fiskiverkefni Alþjóðabankans og þörf bankans fyrir sérhæfða ráðgjöf. 

Lesa meira

7.2.2018 : Ísland styrkir stoðir stofnana SÞ með kjarnaframlögum

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra átti í vikunni fundi með framkvæmdastjórum þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem íslensk stjórnvöld eru í samstarfi við, þ.e. Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Hann undirritaði rammasamning um áframhaldandi stuðning við UNFPA og UNRWA en rammasamningur við UNICEF er nú þegar í gildi.

Lesa meira

Fleiri fréttir