Fréttir

9.10.2014 : Baráttuhátíðin í Hörpu og stórtónleikar á föstudag

Baráttuhátíð í Hörpu á þriðjudag undir merkjum kynningarátaksins Sterkar stelpur – sterk samfélög var ungu fólki uppljómun og sannkölluð vitundarvakning að sögn kennara sem komu með nemendur sína í Silfurberg. Alls mættu um 850 ungmenni á baráttuhátíðina en hún er hluti af yfirstandandi kynningarviku frjálsra félagasamtaka í alþjóðastarfi og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands undir yfirheitinu: Þróunarsamvinna ber ávöxt.

Lesa meira

9.10.2014 : Skrifað undir samstarfssamning við Buikwe

Skrifað hefur verið undir samstarfssamning milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, héraðsstjórnarinnar í Buikwehéraði og fjármálaráðuneytis Úganda. Meginmarkmið samstarfsins er að bæta afkomu og lífskjör íbúa í fiskiþorpum héraðsins. Fimmtungur íbúa héraðsins býr í rúmlega fimmtíu fiskismannamfélögum við Viktoríuvatn eða milli sjötíu og áttatíu þúsund manns. Samningurinn gildir til ársloka 2017.

Lesa meira

Fleiri fréttir