Borgarasamtök

Borgarasamtök gegna veigamiklu hlutverki í þróunarsamvinnu og neyðar- og mannúðaraðstoð og hefur samstarf utanríkisráðuneytisins við borgarasamtök farið vaxandi. Reglulegt samráð fer fram milli utanríkisráðuneytisins og Samstarfshóps íslenskra mannúðarsamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi og þróunarsamvinnu, auk þess sem fimm fulltrúar borgarasamtaka sitja í samstarfsráði um alþjóðlega þróunarsamvinnu.