Heimsljós

veftímarit um þróunar- og mannúðarmál

Heimsljós er heiti á veftímariti um þróunarmál sem er gefið út af utanríkisráðuneytinu. Ritinu er ætlað að glæða umræðu um þróunar- og mannúðarmál og gefa áhugasömum kost á að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni. Heimsljós kemur út vikulega, á miðvikudögum, tíu mánuði ársins. Efni veftímaritsins þarf ekki endilega að endurspegla stefnu stjórnvalda. Hér er að finna krækjur á blaðið frá upphafi.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Nýjasta tölublaðið


Fréttir

Lágmarka þarf skaða og hámarka ávinning af Netinu fyrir ÖLL börn - 13.12.2017

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hvetur til þess í árlegri stöðuskýrslu sinni um börn í heiminum - State of the World Children - að stafræni heimurinn verði gerður öruggari fyrir börn en einnig að aukið verði aðgengi að Netinu í þágu barna sem eiga hvað erfiðast í veröldinni.

Lesa meira

Milljónir á barmi hungursneyðar - 13.12.2017

Yfir átta milljónir Jemena eru á barmi hungursneyðar að sögn embættismanns Sameinuðu þjóðanna. Líf þeirra veltur á aðgangi hjálparstarfsmanna með mat, hreint vatn, skjól og heilbrigðisþjónustu, sagði í frétt RÚV í gær, með tilvísun í yfirlýsingu Jamie McGoldrick, yfirmanni mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna í Jemen

Lesa meira

Frásagnaflóð um kynferðislega áreitni og ofbeldi í hjálparstarfi - 13.12.2017

Umræða um #Metoo hefur verið fyrirferðarmikil á síðustu vikum. Sýnt hefur verið fram á að kynferðisleg áreitni, einkum gegn konum, hefur viðgengist á mörgum sviðum samfélagsins. 

Lesa meira

Afhjúpun á hrottafengnu ofbeldi gegn piltum og körlum - 13.12.2017

Ný rannsókn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) afhjúpar hrottafengið kynferðislegt ofbeldi í Sýrlandi gegn ungum piltum og körlum. Skýrsla sem var unnin upp úr viðtölum við fórnarlömb í Írak, Líbanon og Jórdaníu kom út í síðustu viku. Titill skýrslunnar vísar til þeirrar þöggunar sem einkennt hefur þessi ofbeldismál: We Keep It In Our Hearts.

Lesa meira