Heimsljós

veftímarit um þróunarmál

Heimsljós er heiti á veftímariti um þróunarmál sem er gefið út af utanríkisráðuneytinu. Ritinu er ætlað að glæða umræðu um þróunar- og mannúðarmál og gefa áhugasömum kost á að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni. Heimsljós kemur út vikulega, á miðvikudögum, tíu mánuði ársins. Efni veftímaritsins þarf ekki endilega að endurspegla stefnu stjórnvalda. Hér er að finna krækjur á blaðið frá upphafi.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.Fréttir

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna með mikinn viðbúnað í Suður-Súdan - 23.2.2017

Hungursneyð var í vikunni lýst yfir í Unity-fylki í Suður-Súdan þar sem 100 þúsund manns eiga á hættu að deyja úr hungri. Ein milljón manna til viðbótar er að auki á barmi hungursneyðar.

Lesa meira

Endurnýja samstarfsyfirlýsingu við Rauða krossinn - 23.2.2017

Redcrosssamnnigar1Utanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi hafa endurnýjað samstarfsyfirlýsingu um reglubundið framlag utanríkisráðuneytisins við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins, svo og um gagnkvæma upplýsingagjöf og samstarf um mannúðarmál. Lesa meira

Forsætisráðherra verður í forsvari HeForS­he - 23.2.2017

Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra Íslands, verður einn tíu þjóðarleiðtoga í for­svari fyr­ir HeForS­he, kynn­ingar­átak UN Women, þar sem karl­menn um all­an heim eru hvatt­ir til að taka þátt í bar­átt­unni fyr­ir jafn­rétti kynj­anna.

Lesa meira

Farsímatæknin flýtir mjög fyrir aðstoð við nauðstadda - 23.2.2017

Ný tækni og aukin farsímanotkun í þróunarríkjum og á átakasvæðum hefur leitt til þess að hjálparstofnanir, eins og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP), geta með auðveldari hætti en áður metið þörfina fyrir matvælaaðstoð og þar með hafið fyrr dreifingu á mat til þeirra sem brýnast er að veita slíka aðstoð. Lesa meira