Heimsljós

veftímarit um þróunarmál

Heimsljós er heiti á veftímariti um þróunarmál sem er gefið út af utanríkisráðuneytinu. Ritinu er ætlað að glæða umræðu um þróunar- og mannúðarmál og gefa áhugasömum kost á að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni. Heimsljós kemur út vikulega, á miðvikudögum, tíu mánuði ársins. Efni veftímaritsins þarf ekki endilega að endurspegla stefnu stjórnvalda. Hér er að finna krækjur á blaðið frá upphafi.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Nýjasta tölublaðið


Fréttir

HeForShe kynningarmyndband utanríkisráðherra - 22.3.2017

"Þú hélst að kynjajafnrétti væri kvennamál. Hugsaðu þig um aftur! Það bætir hag okkar allra, jafnt karla sem kvenna, stráka sem stelpna." Þannig hefst stutt kynningarmynd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um rakarastofuhugmyndina sem er samstarfsverkefni milli utanríkisráðuneytisins og UN Women í HeForShe átakinu. 

Lesa meira

Kynjajafnrétti er keppnis vekur athygli í New York - 22.3.2017

Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi fjallaði um það á fundi kvennanefndar SÞ hvernig landsnefnd UN Women á Íslandi, með stuðningi stjórnvalda, hefur unnið með HeForShe hreyfingunni að vitundarvakningu um mikilvægi þess að karlmenn og strákar taki virkan þátt í baráttunni fyrir auknu kynjajafnrétti með ólíkum leiðum. 

Lesa meira

Fjörutíu Afríkuþjóðir sýna merki um hættulega skuldsetningu - 22.3.2017

Mósambíkanar eru fyrsta stóra þjóðin í Afríku á síðustu árum sem ræður ekki við fjárhagslegar skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðlegum kröfuhöfum. Liðinn er rúmlega áratugur frá því að margar afrískar þjóðir fengu stórkostlega skuldaniðurfellingu. Nú sýna tölur um skuldir Afríkuþjóða að margar þeirra stefna aftur í vandræði.

Lesa meira

Hverjir hafa orðið útundan og hvers vegna? - 22.3.2017

Á undanförnum áratugum hafa orðið óviðjafnanlegar framfarir þegar horft er til þróunar lífskjara í heiminum. Milljónir manna hafa hins vegar ekki notið góðs af þessari þróun. Hverjir hafa orðið útundan og hvers vegna?

Lesa meira