Heimsljós

veftímarit um þróunarmál

Heimsljós er heiti á veftímariti um þróunarmál sem er gefið út af utanríkisráðuneytinu. Ritinu er ætlað að glæða umræðu um þróunar- og mannúðarmál og gefa áhugasömum kost á að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni. Heimsljós kemur út vikulega, á miðvikudögum, tíu mánuði ársins. Efni veftímaritsins þarf ekki endilega að endurspegla stefnu stjórnvalda. Hér er að finna krækjur á blaðið frá upphafi.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Nýjasta tölublaðið


Fréttir

Hæsta framlagið frá Íslandi - óháð höfðatölu! - 5.7.2017

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu UN Women 2016, sendir landsnefnd UN Women á Íslandi hæsta fjárframlag til verkefna UN Women allra landsnefnda, óháð höfðatölu.

Lesa meira

Mannfjöldinn í Afríku og leiðir til að draga úr barneignum í álfunni - 5.7.2017

Helstu umræðuefni fulltrúa Afríkusambandsins á fundi í Addis Ababa í vikubyrjun tengdust ungu fólki og íbúafjölda álfunnar, spám um mannfjölgun, nýtingu mannaflans og síðast en ekki síst með hvaða hætti unnt sé að draga úr fæðingartíðni.  Lesa meira

"Þeim er fjandans sama um þetta fólk" - 5.7.2017

Ógnaröld ríkir í Suður-Súdan og flóttafólk, aðallega konur og börn flýja yfir til Úganda. Áheitaráðstefna SÞ og ríkisstjórnar Úganda vegna flóttamannavandans varð ekki jafn árangursrík og vonir stóðu til. Fyrirheit voru gefin um 360 milljónir dollara, sem hrökkva skammt. Íslendingar lofuðu ekki sérstöku framlagi, en Stefán Jón Hafstein, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, sat ráðstefnuna og ræddi flóttamannavandann á Morgunvaktinni á Rás 1 í vikunni.

Lesa meira

Ekki til umræðu að breyta reglum um opinbera þróunarsamvinnu vegna öryggismála, segir formaður DAC - 5.7.2017

Breska ríkisstjórnin vill breyta reglum um opinbera þróunarsamvinnu hvað öryggismál áhrærir en Charlotte Petri Gornitzka formaður DAC - þróunarsamvinnunefndar OCED - segir slíkt ekki til umræðu. 

Lesa meira