Heimsljós

veftímarit um þróunarmál

Heimsljós er heiti á veftímariti um þróunarmál sem er gefið út af utanríkisráðuneytinu. Ritinu er ætlað að glæða umræðu um þróunar- og mannúðarmál og gefa áhugasömum kost á að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni. Heimsljós kemur út vikulega, á miðvikudögum, tíu mánuði ársins. Efni veftímaritsins þarf ekki endilega að endurspegla stefnu stjórnvalda. Hér er að finna krækjur á blaðið frá upphafi.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Nýjasta tölublaðið


Fréttir

Mesta mannúðarógnin í Jemen - 26.4.2017

Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórnir Svíþjóðar og Sviss efndu í gær til ráðstefnu í Genf til að vekja athygli á hrikalegri mannúðarógn sem við blasir í Jemen. Í þessu fátæka ríki Mið-Austurlanda þar sem geisar borgarastríð þurfa um 75% íbúa, eða tæplega 20 milljónir manna, á nauðsynlegri mannúðaraðstoð að halda og 25% íbúanna eru á barmi hungursneyðar, 7 milljónir. Af þeim eru tvær milljónir barna alvarlega vannærðar.   

Lesa meira

Aðstoða á mósambísk stjórnvöld við framkvæmd aðgerðaráætlunar um konur, frið og öryggi - 26.4.2017

Sendiráð Íslands í Mapútó hefur skrifað undir samstarfssamning við UN Women í Mósambík. Að sögn Vilhjálms Wiium forstöðumanns sendiráðsins beinist samstarfið að því að aðstoða mósambísk stjórnvöld við framkvæmd fyrstu aðgerðaáætlunar sinnar til að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. 

Lesa meira

Um 25 milljónir barna utan skóla á átakasvæðum í heiminum - 26.4.2017

Stríðsátök í heiminum hafa leitt til þess að 25 milljónir barna á aldrinum 6 til 15 ára, eða um 22% barna á þeimi aldri, fá enga formlega menntun. Í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kemur fram að börn á 22 stríðshrjáðum svæðum í heiminum eru utan skóla, flest þeirra stúlkubörn.

Lesa meira

Malaví meðal þriggja Afríkuríkja sem prófa bóluefni gegn malaríu - 26.4.2017

Fyrsta bóluefnið gegn malaríu verður prófað í þremur Afríkuríkjum á næsta ári, Gana, Kenía og Malaví. Eftir áratugalangar rannsóknir var greint frá því fyrir tveimur árum að tekist hefði að þróa mótefni gegn malaríu (mýrarköldu) og á næsta ári er komið að því að reyna á notagildi RTS,S bóluefnisins.

Lesa meira