Heimsljós

veftímarit um þróunarmál

Heimsljós er heiti á veftímariti um þróunarmál sem er gefið út af utanríkisráðuneytinu. Ritinu er ætlað að glæða umræðu um þróunar- og mannúðarmál og gefa áhugasömum kost á að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni. Heimsljós kemur út vikulega, á miðvikudögum, tíu mánuði ársins. Efni veftímaritsins þarf ekki endilega að endurspegla stefnu stjórnvalda. Hér er að finna krækjur á blaðið frá upphafi.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Nýjasta tölublaðið


Fréttir

Árangur, gagnsæi og ábyrgð einkenna þróunarsamvinnu Íslands - 21.6.2017

Niðurstöður fyrstu jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar á íslenskri þróunarsamvinnu eru góður vitnisburður um framlag Íslands í málaflokknum. Í skýrslunni, sem kynnt var í dag, kemur fram að fyrirkomulag, aðferðir og stefnumið í þróunarsamvinnu Íslands séu til þess fallin að leiða til framfara í samstarfslöndum. Þetta  hámarki áhrif samvinnunnar auk þess sem árangur, gagnsæi og ábyrgð einkenni starfið.

Lesa meira

Bjór & bindi á Kex í kvöld - 21.6.2017

Malavíski rapparinn og HeForShe leiðtoginn Tay Grin kemur fram á styrktartónleikum ungmennaráðs UN Women á Íslandi í kvöld, miðvikudagskvöldið 21. júní, á Kex ásamt tónlistarkonunni Hildi og rapparanum Tiny. Viðburðurinn nýtur stuðnings breska sendiráðsins og ICEIDA, alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands.  Lesa meira

Geta Heimsmarkmiðin bætt stöðu barna á Íslandi? - 21.6.2017

UNICEF, verkefnastjórn um heimsmarkmið SÞ, Hagstofa Íslands og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa fyrir opnum fundi um heimsmarkmiðin og börn í Öskju 132 í Háskóla Íslands á morgun, fimmtudaginn 22. júní frá kl. 12:00 til 13:15.

Lesa meira

Aldrei fleiri á flótta í heiminum - 84% þeirra eru í fátækum ríkjum - 21.6.2017

Fjöldi þeirra sem þvingaðir hafa verið á flótta vegna stríðs, ofbeldis og ofsókna var sá mesti sem nokkru sinni hefur verið skráður árið 2016, samkvæmt skýrslu sem Flóttamannastofnun SÞ gaf út í gær, á alþjóðlegum degi flóttafólks.  Lesa meira