Heimsljós

veftímarit um þróunar- og mannúðarmál

Heimsljós er heiti á veftímariti um þróunarmál sem er gefið út af utanríkisráðuneytinu. Ritinu er ætlað að glæða umræðu um þróunar- og mannúðarmál og gefa áhugasömum kost á að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni. Heimsljós kemur út vikulega, á miðvikudögum, tíu mánuði ársins. Efni veftímaritsins þarf ekki endilega að endurspegla stefnu stjórnvalda. Hér er að finna krækjur á blaðið frá upphafi.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Nýjasta tölublaðið


Fréttir

Góður árangur og mikil námsgæði helsta niðurstaða úttektar á skólum Háskóla SÞ hér á landi - 11.10.2017

Fjórir skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi hafa náð góðum árangri og sýnt fram á mikil námsgæði, samkvæmt nýrri óháðri úttekt á árangri skólanna. Um er að ræða fyrstu óháðu úttektina sem fram fer á árangri skólanna og jafnframt umfangsmestu úttekt sem framkvæmd hefur verið í tengslum við alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Úttektin var unnin af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu NIRAS fyrir utanríkisráðuneytið.

Lesa meira

Leitað að nýjum ungleiðtogum - 11.10.2017

Sameinuðu þjóðirnar leita að framúrskarandi ungu fólki til að verða "Ungleiðtogar fyrir Heimsmarkmiðin". Samkvæmt frétt UNRIC verður  n æsta mánuðinn tekið við tilnefningum um ungt fólk sem hefur tekið forystu í að berjast fyrir Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun sem felast meðal annars í baráttu gegn fátækt, loftslagsbreytingum og ójöfnuði.

Lesa meira

Ársfundir Alþjóðabankans og Alþjóðgjaldeyrissjóðsins - 11.10.2017

Ársfundir Alþjóðabankasamsteypunnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fara fram 13. - 15. október í Washington DC, en þá hittist jafnframt sameiginleg Þróunarnefnd stofnananna. 

Lesa meira

Fundur um heimsmarkmiðin 25. október - taktu daginn frá! - 11.10.2017

Hvaða markmið eru þetta? Af hverju skipta þau máli?  

Lesa meira